“Gisti á tjaldstæðinu í Sandgerði í Sumar og fór á Vitann með fjölskylduna, geggjaður staður. Hlakka til að koma aftur. Sjáumst”

, skrifar hinn víðfrægi Mugison á facebook, en hann heldur tónleika hér á Vitanum Sandgerði, sunnudaginn 22. október klukkan 21:00 – 22:15.

Hægt er að kaupa miða, eða taka frá, á tónleikana á heimasíðu Mugison hér. Ef þú ætlar að taka frá miða þá velurðu “pay on arravial”, þegar þú ert búinn að velja í pöntunarglugganum á mugison.is til hægri á síðunni við græna takkann “book”.

“Tónleikarnir eru um klukkustund og vá! hvað það verður gaman!”

, skrifar Mugison að lokum.

Viltu tryggja þér góð sæti?

Vinsamlegast pantið borð á netfangið info@vitinn.is eða í síma 423 7755.
Þeir sem vilja tryggja sér góð sæti er bent á að panta borð, þá er hægt að mæta fyrr og gæða sér á okkar vinsælu krabbasúpu.  Súpan er borin fram með hörpuskel, krækling, rækjum og þorskbitum. Með súpunni er boðið heimabakað brauð m/ ólífum og papriku og hvítlaukssmjöri. Kr. 1790,-